Herkostnaður fáokunar

Punktar

Við borgum 7000 krónur á mánuði fyrir rafmagn, því að við niðurgreiðum landníð Landsvirkjunar í þágu áliðnaðar. Við borgum 6000 krónur fyrir hratt ADSL og morð fjár fyrir GPRS vegna fáokunar í símabransanum. Við borgum meira en aðrar þjóðir fyrir mjólkurvörur, kjöt og grænmeti, af því að við höldum úti einokun í vinnslu landbúnaðarafurða. Herkostnaður af óeðlilegum viðskiptum hér á landi er gífurlegur á hvert heimili landsins. Ríkið á að sjá um að koma á samkeppni í stað fáokunar og hafa á meðan eftirlit gegn misnotkun á aðstöðu til einokunar og fáokunar.