Sunday Times segir, að Ísrael sé að undirbúa stríð gegn Sýrlandi og Íran, sem hafa stutt Hizbolla í Líbanon. Ísrael óttast, að Íran komi sér upp kjarnorkuvopnum, og vill grípa í taumana í tæka tíð. Vitnar blaðið í Eliezer Shkedi flughershöfðingja, sem er yfir Íransdeildinni í hernum. Sýrland og Íran eiga þegar flugskeyti, sem ná til Ísraels, þar sem farið er að reisa sprengjuheld skýli. Hugmyndir Ísraels fara saman við hugmyndir forseta Bandaríkjanna, sem bíður færis að ráðast á Íran. Það er hrollvekjandi að vera í bandalagi við hin herskáu hryðjuverkaríki, Ísrael og Bandaríkin.