Samskipti landvarða og hestamanna eru að batna. Fleiri hestamenn fara eftir almennum reglum í umgengni við náttúruna. Fleiri þjóðgarðs- og landverðir skilja að reiðgötur eru aldagamall þáttur í náttúru landsins. Þeir átta sig á, að ekki gengur að taka götur, sem skeifur hafa búið til, skrá þær sem göngugötur og banna þar hestaskít. Lausir hestar í ferðum lesta sig faglega og halda við leiðum, sem annars mundu afmást. Þegar ég stýri hestaferðum, hef ég þá reglu að hafa snemma samband við land- og þjóðgarðsverði. Sem við þá um, hvernig og hvar skuli riðið og áð. Samtal eflir gagnkvæman skilning.