Hesteyrarbrúnir

Frá Hesteyri í Hesteyrarfirði um Hesteyrarbrúnir og Kjaransvíkurskarð til Kjaransvíkur.

Vörðuð leið og töluvert farin áður fyrr. F

örum frá Hesteyri norðaustur Kúsbrekku í sneiðingum upp á Hesteyrarbrúnir og síðan áfram með brúnunum og undir Kistufelli að Andbrekkum undir Kjaransvíkurskarði. Við förum austnorðaustur brattar brekkurnar. Þar komum við inn á leið úr botni Hesteyrarfjarðar. Förum áfram eftir þeirri leið austnorðaustur í 430 metra hæð í Kjaransvíkurskarði. Síðan áfram norðnorðaustur Jökladali niður að eyðibýlinu í Kjaransvík.

7,9 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Kjaransvíkurskarð, Sléttuheiði, Háaheiði, Fljótsskarð, Hraunkötludalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort