Heydalur

Frá Syðri-Rauðamelskúlu að Bíldhóli á Skógarströnd.

Farið er með þjóðvegi mestalla leiðina. Hestamenn kjósa því frekar að fara Rauðamelsheiði.

Byrjum sunnan við Syðri-Rauðamelskúlu í Hnappadal. Förum eftir jeppavegi vestan við kúluna til norðurs, austan við Fiskitjörn, yfir Haffjarðará að Höfða. Þaðan áfram norður um Höfðaurðir og upp á þjóðveg 55 um Heydal, rétt vestan við eyðibýlið Ölviskross. Höldum síðan áfram norður með þjóðveginum, vestan við Skarðstjörn í 160 metra hæð og síðan niður í Heydal vestanvert við þjóðveginn. Áfram norður að mótum þjóðvega 55 og 54 við Bíldhól.

20,6 km
Snæfellsnes-Dalir

Bílvegur

Nálægir ferlar: Kvistahryggur, Skógarströnd, Rauðamelsheiði, Kolbeinsstaðafjall.

Skrásetjari: Glaður, hestamannafélag
Heimild: Glaður, hestamannafélag