Hamas og Hezbolla eru eiginlegt stjórnvald á svæðum, þar sem ríkið kemur fólki ekki að gagni. Samtökin sjá um félagslega velferð, byggja hús fyrir fólk og útvega því nauðsynlega þjónustu, svo sem vatn og rafmagn. Hamas vann kosningarnar í Palestínu, af því að samtökin hjálpuðu fólki en sugu ekki af því fé eins og Fatah gerir. Hezbolla hefur nú forustu í endurreisn Líbanons. Hryðjuverkaríkjum hentar að kalla þessi samtök hryðjuverkasamtök, þótt þau séu fyrst og fremst pólitísk hugsjónasamtök, sem eru vel vopnum búin. Í hryðjuverkum jafnast þau ekki á við Bandaríkin eða Ísrael.