Þvílíkir snillingar sömdu sáttmála nýju ríkisstjórnarinnar, að hamingja þingliðs hennar nær frá hægri jaðri þess yfir á vinstri jaðarinn. Allir eru jafn ánægðir með allt. Samfylkingin fær að stjórna stóru deilunni, slagnum milli stórvirkjana og náttúruverndar. Hún stendur væntanlega og fellur ein með niðurstöðunni eftir fjögur ár. Evrópa verður lögð í hendur allra flokka nefndar að hætti stjórnarskrárnefndar. Ekki veit ég, hvort Jón Kristjánsson verður fenginn að láni sem nefndarformaður með fína reynslu. En ég sé engar líkur á neinum ágreiningi í nýju ríkisstjórninni. Hún er himinsælustjórn.