Himnaríki á jörð

Punktar

>George Monbiot segir í Guardian, að Bandaríkin séu fremur trúarbrögð en ríki, á svipaðan hátt og Sovétríkin voru og Ísrael er. Bandaríkjamenn telja hermenn sína vera í Írak til að frelsa borgarana, frelsa þá frá Saddam, frá olíunni, frá fullveldinu. Tungutak ráðamanna Bandaríkjanna er trúboðans. Bandaríkjamenn eru ekki aðeins hin guðs útvalda þjóð, heldur eru Bandaríkin einnig sjálft himnaríki á jörð. Þeir, sem standa í vegi Bandaríkjanna eru taldir vera haldnir illum öflum, jafnvel mykrahöfðingjanum. Monbiot vísar til bókar eftir Clifford Longley, Chosen People, þar sem er rökstutt, að trúarofstæki sé rauður þráður í sögu Bandaríkjanna. Monbiot segir þetta skýra, hvers vegna ráðamenn eiga erfitt með að skilja umheiminn og misreikna gang heimsmálanna í sífellu.