Matreiðslumeistarinn Ferran Adrià ákvað í gær að opna El Bulli ekki aftur. Eftirsóttasta veitingahús heims lokast því endanlega á næsta ári. Áður átti lokunin að standa í tvö ár. Adrià ætlar í staðinn að opna kokka-háskóla. Þar hyggst hann kenna öðrum frægðarkokkum hina efnafræðilegu matreiðslu. Hún felst í að breyta föstum efnum í fljótandi og fljótandi efnum í föst. Með ýmsum efnahvörfum. Sósan er í föstu formi og kjúklingurinn í fljótandi formi í einum frægasta rétti hans. Gosið er drukkið úr rörum, búnum til úr ediki. Sjálfur tel ég, að eldamennska Adrià sé dauð, hún var barn græðgistímans.