Tandoor er sérstakur indverskur leirofn. Tandoori eru réttir, sem eldaðir eru í slíkum ofni, með miklu af sterku kryddi úr ýmsum pipar og jógúrt. Tandoori kjúklingur er frábær, þegar hann er meyr og bragðheitur úr réttum leirofni. Þannig var hann í Austur-Indíafélaginu í gærkvöldi, eldaður að kúnstarinnar reglum. Fór þangað til að jafna mig eftir meintan tandoori kjúkling á Saffran, veitingahúsi í Glæsibæ. Sá var ofurþurr og bragðdaufur með ólíkindum. En það er verðmunur á himnaríki og helvíti. Himnaríki kostar 3295 krónur og helvíti kostar 1430 krónur. Sá á kvölina, sem á völina.