Himpigimpi framtíðar

Punktar

Allir geta séð, að eign kvótagreifa á kvótanum leggur byggðir í rúst, þegar greifar vilja færa sig. Við sjáum það núna á Djúpavogi og Þingeyri. Samt var síðasta verk alþingis á þessu þingi að auka skattfríðindi greifanna. Meira að segja Björt framtíð skilaði auðu. Segir mér, að sá nýi flokkur sé liðónýtur í baráttu þjóðarinnar fyrir auðlindum sínum. Á örlagastundu þýðir ekki að væla um, að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir. Þjóðin þarf að berjast fyrir rétti sínum, fyrir eign sinni. Gerir það sízt með stuðningi við bófaflokkana Framsókn og Flokkinn. Og ekki með fylgi við himpigimpi Bjartrar framtíðar.