Starfsmenn í innanríkisráðuneyti tóku sig saman um að biðja Hönnu Birnu ráðherra um óháða rannsókn á lekamálinu. Rannsókn óháðs aðila mundi klára málið, fá það út úr heiminum. Hanna Birna hafnaði þessu, segist hafa falið rekstrarfélagi Stjórnarráðsins að kanna. Ekkert er vitað um slíka rannsókn, ef einhver er. Rekstrarfélagið hefur ekki staðfest neina rannsókn. Málið er hjá Ríkissaksóknara, sem hefur haft það með höndum í tvo mánuði. Hefur nú sent það í löggurannsókn. Reyndi þó tvívegis að fá ráðherra til að svara spurningum, en tókst ekki. Ráðherra óttast greinilega að fá botn í lekann.