Fimm ára áætlanir Stalíns voru á sínum tíma aðhlátursefni á vesturlöndum, því þær stóðust aldrei. Nú hafa Engeyingar tekið upp þennan stalínisma á Íslandi. Spurðir um línur í töflunum, segja þeir þær svo leyndó, að fjármálaráðherra fái ekki einu sinni að sjá þær. Alveg eins og í Sovétinu. Pólitíkin þar og hér er svo kúlulaga, að farir þú frá vinstri kantinum til vinstri, endar það með því að koma hægra megin að hægri kantinum. Nýfrjálshyggjan er nákvæmlega eins spáhyggja um framtíðina og kommúnisminn var. Tilgátur um ófrávíkjanleg lögmál um sögulegt ferli langt fram í tímann, núna stundum kallaðar Hin Ósýnilega Hönd Hins Frjálsa Markaðar.