Hinir eins og Geir

Punktar

Guðmundur Hálfdánarson prófessor sagði réttilega í viðtali við Spegilinn, að ríkisstjórnir hafi rekið ríkið eins og rassvasafyrirtæki. Ekki bara Geir H. Haarde, heldur líka forverar hans og eftirmenn. Dómurinn yfir Geir sé um leið áfellisdómur yfir stjórnsýslu pólitíkusa. Í stað formfastra vinnubragða hafa mál verið afgreidd á hlaupum, stundum í einrúmi og stundum í tveggja manna tali. Guðmundur benti líka á, að vont sé, að kontóristar ríkisins séu ráðnir pólitískt. Skemmst er að minnast Baldurs Guðlaugssonar, sem nú situr á Kvíabryggju. Geir farnaðist verr en öðrum, því að hrunið varð á hans vakt.