Nýfátækir á hægri jaðrinum eru öðru vísi en gamalfátækir á vinstri jaðrinum. Þeir nýfátæku telja minnihlutahópa, valdastéttir, Evrópusambandið og múslima sækja að heilli og siðferðilega hreinni þjóð. Anders Breivik er yzt á jaðri í þessu varnarliði þjóðrembunnar. Hér á landi hefur Framsókn verið að færast nær þjóðrembunni, undir stjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, rómaðasta lýðskrumara landsins. Búast má við, að einhverjir nýrra flokka sæki inn á þennan markað fyrir kosningar að ári. Fordæmin sjáum við erlendis, í flokkum Marine le Pen, Victor Orbán, Geert Wilders, Umberto Bossi og Pia Kjærsgård.