Einkennilegt þetta fólk, sem ráfar fram og aftur milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Varla eru þeir sauðir, er geta fært sig milli flokka, sem áður töldu sig höfuðandstæðinga í pólitík. Þetta er fólk í fýlu, sem veit ekki, hvað það á að gera í málinu. Rúmast í þröngum kassa hægra megin við miðju. Telur sig ekki geta kosið til vinstri, enda er þar fátt um fína drætti. Enn síður getur það meðtekið nýjar skoðanir, sem fara á skjön við gamla hægri-vinstri tvívídd. Þetta ráfandi lið pólitískra analfabeta í vanhæfri fýlu ber þyngstu sök á, að þjóðin spólar í hjólfari úreltra stjórnmála hrunverjanna.