Hinir sönnu saurgarar

Fjölmiðlun

Þegar fjölmiðill fyrir fávita ræðir “saurgun” Alþingis, skulum við átta okkur á, hver saurgar hvern. Í fyrsta lagi er ekki hægt að saurga Alþingi, því að það er handónýt stofnun atkvæðavéla. Þar skiptast menn í lið og gera eins og þeim er sagt. Alþingi er fullfært um að saurga sig sjálft. Í öðru lagi munum við fjölmiðlana. Því meira sem kreppan eykst, því betur sjáum við ábyrgð fjölmiðla á henni. Þeir voru klapplið útrásarinnar. Elskuðu skúrkinn Davíð umfram alla aðra. Og voru aldrei með á nótunum í framvindu kreppunnar allt frá hausti 2007. Saurgarar nútímans eru einmitt Alþingi og fjölmiðlar.