Lærdómsrík er framganga Rio Tinto í vinnudeilunni í Straumsvík. Við sjáum, hver staðan verður, þegar risafyrirtækin taka við stjórn heimsins eftir TISA/TTIP samningana í Genf. Þá verður auðvelt að skófla upp staðbundnum fyrirtækjum og setja starfsfólkið í spennitreyju. Eftir yfirtökuna verða greidd sultarlaun til innfluttra þræla hjá vinnuleigum. Hyggist ríkisstjórnir grípa til varna, munu risafyrirtækin láta gerðardóma úrskurða sér hrikalegar skaðabætur fyrir tjón á ráðgerðum arði. Umhverfisvernd og lágmarkslaun verða skaðabótaskyld. Ríkin afla á móti tekna með sölu mannvirkja og þjónustu til einkarekstrar. Jörðin verður skuldafangelsi þræla.