Aldrei hefur neinn logið í mig, að forsætis lifði tvöföldu prívatlífi. Enda væri það áreiðanlega fráleit hugmynd. Tel bara, að sjálfsvorkunn hans jaðri við vænisýki. Hann heldur að hersveitir ofsæki sig á fjölbreyttan hátt. Kvartar sáran yfir pólitískri umræðu í fjölmiðlum og félagsmiðlum. Umræðan er bara eftir efnum og ástæðum. Sá sem segist eiga heimsmet í róttækni, má eiga von á, að það sé skoðað ofan í kjölinn. Hvað annað er við hæfi? Komist menn að raun um, að hann fari með fleipur, verða menn að segja það. Komist menn að raun um, að hann hafi gert Framsókn að bófaflokki, segja menn það.