Hinn samfelldi kúkur

Punktar

Þótt ferðaþjónusta sé komin yfir þolmörk, er ekkert gert til að efla innviðina. Stofnuð var aðgerðastofa til að sameina krafta margra ráðuneyta til brýnustu aðgerða. Eftir sex mánaða íhugun er niðurstaðan, að of seint sé að reisa nein salerni fyrir sumarið. Þetta verður ár hins samfellda kúks um land allt. Samt fá gististaðir vaskafslátt upp á 10 milljarða á ári. 300 króna gistináttagjald gefur einn milljarð til baka. Ríkið á auðvitað að taka fullan vask af mat og gistingu, skella sér í stórframkvæmdir í innviðum, setja upp þúsund salerni og bílastæði með gjaldmælum. Svo væri bara bónus, ef fjölgun ferðamanna yrði rólegri.