Hvergi geta pólitíkusar rætt af skynsemi um augljós mál. Svonefndir markaðssinnar mega ekki heyra það nefnt, að veiðiheimildir verði leigðar út á frjálsum markaði. Eingöngu píratar heimta það. Aðrir flokkar vilja í mesta lagi tilraunir af því tagi á örfáum prósentum aflans. Svonefndir markaðssinnar geta ekki hugsað sér nein markaðslögmál, vilja eingöngu sjá pilsfald ríkisins. Þar liggja hagsmunir hinna allra ríkustu. Markaðssinnar almennt hata hvers konar frelsi. Klikkað fólk, sem vegsamar stöðugleika og hatar breytingar. Þingmenn Viðreisnar eru þar fremstir í flokki. Við lifum svo sannarlega í Undralandi klikkaðra kjósenda.