Hirðið kvótann úr strækunni

Punktar

Gott tækifæri skapast, er sjómenn og útvegsmenn sigla flotanum í land vegna afnáms sjómannaafsláttar. Þá er rétt að taka kvótann af skipunum, sem verða við festar og nýtast ekki þjóðinni. Ríkið getur leigt kvótann til þess, er bezt býður, úr þeim hópi, sem hann vilja nýta. Hvort sem er segir í lögunum, að þjóðin eigi kvótann. Bankar og grínistar útgerðarinnar komu sér samt saman um, að kvótann mætti veðsetja. Ríkið getur ekki tekið ábyrgð á þeim gerningi. Nú skapast því færi á að hirða kvótann strax fyrir hönd eigandans, þjóðarinnar allrar. Hart verður að mæta hörðu, ef þjóðin er tekin haustaki.