Laurie Goodstein segir í New York Times, að hatur og óbeit á íslam sé óspart prédikað í mörgum söfnuðum kristinnar kirkju í Bandaríkjunum. Þeir eru undir áhrifum þekktra sjónvarpsprédikara, Franklin Graham, Jerry Falwell, Pat Robertson og Jerry Vines, sem hituðu upp fyrir stríðið gegn Írak með hatursárásum á íslam og Múhameð spámann. Þeir gegndu svipuðu hlutverki og bandarískar sjónvarpsstöðvar, sem fengu Bandaríkjamenn til að trúa, að Írak stæði að baki árásarinnar á World Trade Center. Þegar búið er að kynda hatrið í hugum almennings, er auðveldara fyrir ríkisstjórn George W. Bush að breiða styrjöldina út til annarra landa íslams, fyrst til Írans.