Hitlers- og Stalínsfræði

Punktar

Er að endurlesa Hitler and Stalín eftir sagnfræðinginn Alan Bullock. Þetta er frábær hlussa upp á meira en þúsund blaðsíður. Höfundurinn ber saman þessa tvo frægu einræðisherra. Merkilegast er, hversu ólíkir þeir voru. Stalín var kontóristinn, blýantsnagarinn, sem náði innan frá völdum í kerfinu. Hann naut sín innan kerfis. Hitler var uppreisnarmaðurinn, sem náði völdum utan frá og fyrirleit alltaf kerfið, sem hann notaði samt. Annar munur var, að Hitler verndaði samstarfsmenn sína, en Stalín slátraði nánast öllum samstarfsmönnum. Báðir voru snarbilaðir, en Stalín var verri.