Hjálmaskylda hefur lengi verið í ferðum fyrirtækja á borð við Íshesta og Eldhesta. Hins vegar sá ég í sjónvarpinu mynd frá hestaferð um Þingeyjarsýslur, að starfsmaður í rekstri var hjálmlaus. Þannig er búin til stéttaskipting í ferðum. Annars vegar eru atvinnumenn, sem ekki nota hjálm, og hins vegar almenningur, sem notar hjálm. Skilaboðin eru röng, sem fyrirtækið sendir með þessu. Þær skyldur, sem lagðar eru á ferðamenn, eiga líka að gilda um starfsmenn. Ég er í fleiri en einni langferð á hestum á sumri hverju og hjálmaskyldan nær þar til allra.