Hjálpa seinþroska náttúru

Punktar

Til að flýta fyrir gróðri er mygluðum heyrúllum velt út. Rofabörð eru grædd upp með hrossataði. Garðaúrgangur nýtist til að rækta vegkanta. Verr gekk að blanda saman gömlum símaskrám og hænsnaskít. Þetta eru nokkrar af aðferðum félagsins Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs. Án hjálpar gengur náttúrunni oft sorglega hægt að græða eyðibletti. Ég geng oft framhjá Trúarbrögðunum, styttu Ásmundar Sveinssonar við Seltjarnarneskirkju. Þar er vegkanturinn jafn ógróinn og hann var, þegar hann var gerður fyrir áratugum. Með góðu hugmyndaflugi má nota ódýrar aðferðir til að hjálpa seinþroska náttúru.