Frá Árey í Reyðarfirði um Hjálpleysu að Stóra-Sandfelli í Skriðdal.
Torfær hestum, en var skemmsta leiðin frá Héraði til kaupstaðar á Reyðarfirði.Í lægðinni fyrir sunnan Hryggi er sagt, að Valtýr á grænni treyju hafi haldið sig eftir morðið á sendimanni sýslumanns. Áður fyrr var oft farið með fjárrekstra um dalinn til slátrunar á Reyðarfirði. Um miðja tuttugustu öld varð slys í háskarðinu, þegar fé rann niður fönn.
Förum frá Áreyjum norður með Áreyjartindi og síðan vestur Hjálpleysu Reyðarfjarðarmegin að Botnatindi. Þar sveigir leiðin norðvestur í skarðið í 770 metra hæð. Þaðan förum við norður um Hjálpleysu. Sveigjum síðan að Stóra-Sandfelli í Skriðdal.
16,1 km
Austfirðir
Erfitt fyrir hesta
Nálægar leiðir: Þórdalsheiði, Stuðlaskarð.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins