Hjáróma digurbarki

Punktar

Ríkisstjórnin stendur ekki við neitt af digurbarkalegu loforðunum. Leiðrétting skulda var ekki á kostnað hinna svonefndu hrægamma, heldur skattgreiðenda, sem ekkert höfðu af sér gert. Hún stóð ekki heldur við að skattleggja þrotabú gömlu bankanna um 39%, sem Sigmundur Davíð sagði mundu gefa 862 milljarða króna. Í staðinn samdi hún við hrægammana um 450 milljarða stöðugleikaframlög. Auðvitað trylltust þeir af gleði, fengu 400 milljarða, fimm sinnum stærri leiðréttingu en skuldararnir.  Þetta má kalla skjaldborg um hrægamma, ef einhver skjaldborg er til. Ljóst er, að ekki stendur steinn yfir steini af digurbarka Sigmundar.