Allt snýst þetta um, að hjól atvinnulífsins gangi. Skortur má vera á þáttum í dagvöru neytenda. En sjávarútvegurinn þarf að ganga, landbúnaðurinn og álið. Einnig fyrirtækin, sem þjónusta slíka frumframleiðslu. Tekizt hefur að hafa nóg framboð á olíu, sem er mikilvægust. En erfiðleikar koma fram á ýmsum sviðum, svo sem í fiskútflutningi. Brýnt er, að Seðlabankinn passi, að ekkert hikst verði í greinum, sem afla gjaldeyris eða spara gjaldeyri. Mistök hafa verið gerð á þessu sviði og stundum má litlu muna. Seðlabankinn hefur síðustu vikurnar staðið sig ótrúlega illa sem eini gjaldeyrisbankinn.