Hjólreiða-berserkir

Punktar

Kapphjólarar gerast of fyrirferðarmiklir á gangstéttum og göngustígum. Ég horfi nokkrum sinnum á dag úr stofuglugganum upp á þessi ósköp á hringstígnum um Seltjarnarnes. Fólk hér í nágrenninu er hætt að nota göngustíginn af ótta við óbilgirni kapphjólara á 40-60 km hraða. Fyrr eða síðar verða stórslys af völdum fanatískra hjólakappa. Löggan gerir auðvitað ekkert í þessu frekar en öðru. En sveitarfélög geta gripið til sinna ráða og sett upp grófar hraðahindranir á gangbrautum og knúið þannig hraðann niður í 15 km. Ekki er við alla hjólara að sakast, en mikið ber því miður á þessum fanatísku ég-um mig-frá mér-til mín.