Hjólreiðar í Amsterdam

Ferðir

Í Amsterdam hjóla allir. En þar er enginn með hjálm. Alls enginn. Þar hjólar fólk með spennta regnhlíf í annarri hendi og talar í farsíma með hinni. Þar hjólar fólk með hjálmlaus smábörn á stýri. Á stýrinu, eins og í gamla daga. Allar þær reglur um hjólreiðar, sem við þekkjum á Íslandi, gilda alls ekki í Amsterdam. Samt verða engin hjólreiðaslys í Amsterdam. Færri en í Reykjavík. Allt gatnakerfið snýst nefnilega um reiðhjól. Sérstakar brautir eru fyrir reiðhjól. Og bílar eru alls ekki leyfðir í þrengstu götunum. Reglurnar fyrir hjólreiðafólk hér á landi eru hins vegar sniðnar að kerfi almáttugra bíla.