Hlægilega þingleg meðferð

Punktar

Alþingi lætur undir höfuð leggjast að afgreiða stjórnarskrá, sem kom eftir gott ferli út úr þjóðaratkvæðagreiðslu. Á sama tíma eyðir alþingi miklum tíma í að reyna að búa til þrjá plástra á gömlu stjórnarskrána. Eftir langa leynd hafa plástrarnir verið opinberaðir. Þar hafa greifar landsins komið inn öðrum orðum til að vernda eignarhald sitt á landi og þjóð. Fáir mæla þessum plástrum bót, en stjórnarandstaðan segir fátt. Auðvitað á hún að reka upp ramakvein og reyna að fá plástrana burt af borðinu. Hví skyldi stjórnarskrá greifanna fá þinglega meðferð, en ekki stjórnarskrá fólksins? Stjórnarskrárferlið er orðið hlægilegt.