Hleranamálið stækkar

Punktar

Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins njóta ekki trausts til að ná þjóðarsátt um hleranir. Málið stækkar ört. Góðborgarar hafa verið hleraðir holt og bolt, án þess að neitt hafi fundizt. Þeir hafa ekki fengið syndakvittun og ekki verið beðnir afsökunar. Grunsemdir hafa farið á prent um ólögmætar hleranir óskjalfestar, til dæmis í skjóli hlerana í fíkniefnamálum. Ríkið hefur látið brenna njósnagögn, sem þekkist hvergi á siðuðu bóli nema í Bandaríkjunum, þegar Nixon forseti var að hrökklast frá völdum. Boðskapur Geirs og Björns dugar skammt í svona stóru máli.