Nýjasta fréttin af hlerunum hér á landi er, að eiginkona prestsins fræga í Garðasókn hafi notað aðstöðu sína sem aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra til að hlera fundi sóknarnefndar. Við vissum áður af fréttum, að hleranir hafa rásað út um víðan völl, en við heyrðum ekki fyrr, að þær hafi verið stjórnlausar með öllu. Tímabært er, að ráðherrarnir Geir og Grani láti af varnarstríði í þessu máli, viðurkenni þörf á gegnsæi og sætti sig við, að hleranir fyrr og síðar fari í óhlutdræga rannsóknanefnd.