Hljómgrunn skortir

Punktar

Rasismi felst í að óttast og hata framandi húðlit eða þjóðerni, tungumál eða menningu, trú eða siði. Hér á landi er lítill hljómgrunnur fyrir rasisma. Til dæmis fékk Framsókn bara 2000-3000 atkvæði út á herkall til rasista. Ofsi er ekki algengur í eðli Íslendinga. Við erum friðsælt fólk, sem telur, að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir. Að vísu er hér töluverð þjóðremba, sem stafar af minnimáttarkennd úr útskerjum og afdölum. Reynt er að ýfa hana upp til að draga athygli frá ráni auðlindanna, en það gengur hægt. Nú hefur ýkta þjóðremban, er nálgast rasisma, fengið inngöngu í Framsókn og einangrað hana.