Frá Búðum í Hlöðuvík um Hlöðuvíkurskarð að Steinólfsstöðum í Veiðileysufirði.
Í Árbók FÍ 1994 segir: “Í Hlöðuvíkurskarð er haldið upp hjallana þar sem fjörðurinn beygir í austur á gróðursnauðan fjalldalinn vestan við Lónhorn með stefnu í skarðið. Leiðin er greið, ekki vörðuð, liggur yfir urðarana hið efra. Þá upp er komið opnast dýrðarsýn á fjöll og jökul og fjalldalina er ganga uppaf Hlöðuvík austan við Álfsfell og út sér í norðurátt bakvið Atlantshafið.”
Förum frá Búðum beint suður Bæjardal og austan við Ólafsdalsá í bröttum sneiðingum upp í Hlöðuvíkurskarð í 470 metra hæð. Úr skarðinu um bratta sneiðinga suðvestur að Steinólfsstöðum í Veiðileysufirði.
7,3 km
Vestfirðir
Erfitt fyrir hesta
Skálar: Hlöðuvík: N66 24.860 W22 40.520.
Nálægar leiðir: Skálarkambur, Almenningar, Hafnarskarð.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort