Hlupu frá Kína til Evrópu

Hestar

Ég saknaði hestanna í bók Jack Weatherford sagnfræðings um Gengis Kan. Þar er bara sagt, að hermenn hans höfðu sex til reiðar í árásum á Evrópu. Þetta voru kraftaverka-smáhestar, hlupu milli Kína og Evrópu. Hvernig voru þeir, hvernig hlupu þeir, hvernig var þeim riðið, hvernig voru þeir járnaðir, hvernig voru reiðtygin? Hann hefði átt að skrifa um þetta, því hestar voru samgöngutæki og meginvopn Mongóla. Íslenzkir hestar eru náskyldir þessum Mongólíu-hestunum, komnir hingað frá flökkuþjóðum á borð við Herúla. Slíkir hestar valhoppuðu öldum saman langar leiðir undir forfeðrum okkar.