Hlupu upp á Ok

Hestar

Áramótin voru oftast okkur Kristínu erfið. Vorum lengst af með hestana á húsi í Reykjavík. Þurftum að vernda þá fyrir æði áramótafólks. Höfðum kveikt ljós og tónlist í hesthúsinu, svo að hestarnir hræddust síður fyrirganginn. Ég skil vel áhyggjur hestafólks í Andvara af áramótabrennunni í 150 metra fjarlægð frá hesthúsahverfinu á Heimsenda. Síðustu árin höfum við ekki tekið inn hross fyrr en á nýju ári. Þeir eru öruggari með sig uppi á heiðum um áramótin. Stundum nægir það ekki. Fyrir nokkrum árum ærðust hestar um áramót í Borgarfirði. Þeir ærðust og hlupu upp á Ok og urðu úti uppi á jöklinum.