Ríkisstjórnin má ekki bregðast við kröfu bílalánabanka. Hún má ekki setja fram tilmæli um samræmd viðbrögð þeirra. Það þýðir bara, að bankarnir væla síðar út fjárstuðning ríkisvaldsins fyrir að fara eftir tilmælunum. Við búum núna í samfélagi lýðskrums. Fjöldi manna telur réttlæti felast í að fá strikaðar út skuldir sínar. Þeir ráða umræðunni og aðrir eru hvattir til að fara af landi brott. Göbbels ræður ríkjum. Við slíkar aðstæður er bezt að ríkisstjórnin haldi áfram að sér höndum. Vísi á Hæstarétt sem úrskurðaraðila um ágreiningsmál. Hún má alls ekki blanda sér eða skattgreiðendum í málið.