Hlutdrægni kennd í skólum

Punktar

Í skólum eru börn skylduð til að lesa Moggann, þar á meðal leiðara blaðsins. Byggist á norskri aðferð við að gera börnum kleift að taka þátt í umræðu. Þetta getur gengið í Noregi, þar sem blöð eru sæmileg, svo sem Aftenposten, stærsta blaðið. Hér mætti nota Fréttablaðið á sama hátt eða Ríkisútvarpið. En Morgunblaðið bjó til aðferðir fyrir skóla til að nálgast efni blaðsins. Þess vegna er Mogginn kenndur í skólum, þótt nærtækara sé að kenna stærri og skárri fjölmiðla. Eftir aðkomu Davíðs Oddssonar hefur Mogginn stórversnað, einkum leiðarinn. Blaðið er lélegt, hlutdrægt og því ónothæft til kennslu.