Fjölmiðlar eru hættir að veita pólitíkinni aðhald. Þeir hafa lítið gert í nýjum hneykslismálum. Laxveiði pólitíkusa fór að mestu fram hjá þeim. Falsanir Guðna Ágústsson á þingræðum vöktu litla athygli. Þarflaus gisting þingnefndar á hóteli í heimabæ hreyfði við fáum fjölmiðlungum. Eftir dúk og disk fengu fjölmiðlar áhuga á stöðugum ferðum Þorgerðar Katrínar til Peking á kostnað skattborgaranna. Alla vikuna logaði umræða um öll þessi mál í blogginu. Það er að taka við af fjölmiðlum sem varðhundur lýðræðis. Flestir fjölmiðlar eru að eignarhaldi og ritstjórn flæktir í valdakerfi spillingar.