Hluti harmleiksins

Punktar

Nýfrjálshyggjan var aldrei framkvæmd hér, þótt menn sigldu undir fána Hayek og Friedman. Davíð Oddsson einkavinavæddi ríkisbankana. Þeir lentu í höndum bófa, sem komust yfir ódýrt erlent fjármagn og keyrðu allt í dúndurtap upp á þúsundir milljarða. Það var hrunið. Þáttur nýfrjálshyggjunnar var kreddan um eftirlitsiðnaðinn. Kreddan sagði bankabófa vera einfæra um að hafa eftirlit með sjálfum sér. Þess vegna voru Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið bitlaus, einkum eftir innreið Davíðs í bankann. Þar skóf hann bankann innan eins og bófar skófu innan viðskiptabanka. Nýfrjálshyggja var bara hluti harmleiksins.