Hlutverkið er að birta

Fjölmiðlun

Í byrjun júní játuðu systur að hafa reynt að kúga fé af konu forsætisráðherra. Að öðrum kosti mundu þær birta gögn um tengsli hans við Björn Inga Hrafnsson og aðild að yfirtöku hans á DV. Malín Brand var þá blaðamaður á Morgunblaðinu og Hlín Einarsdóttir hafði verið ritstjóri Bleikt.is. Málið var kært og sefur í kerfinu. Að mínu viti er einsdæmi, að blaðamaður reyni að misnota aðstöðu sína til að kúga fé af fólki. Ég sagði í pistli 2. júní, að Blaðamannafélagið þyrfti stéttarvirðingar vegna að taka afstöðu. Hlutverk blaðamanna væri að birta, ekki að kúga fé. Ingimar Karl Helgason stýrir lélegu áróðursriti Samfylkingarinnar, Reykjavík. Í blaði þessa dags er hann ósáttur við skoðun mína og falsar hana.

(Greinin 2. júní)