Hnattvædd Rússamafía

Punktar

Gleymið Bandidos og Vítisenglum, gleymið ítölsku mafíunni. Sú rússneska er hnattvædd og fer ekki eftir vestrænum leikreglum. Misha Glenny skrifaði á laugardaginn langa grein í Guardian um hana. Rússneska mafían kom brezku lögreglunni í opna skjöldu, því að hún var aðeins vön að fást við kórdrengi á borð við ítölsku mafíuna. Hennar tími var níundi áratugur síðustu aldar. Um og upp úr 1992 náðu ítölsk stjórnvöld undirtökunum í stríðinu við hana. Nú er risin tíð rússnesku mafíunnar í samstarfi við aðrar mafíur heimsins. Rússneska mafían er hnattvædd. Rekur til dæmis vopnasölu og stríð í Afríku.