Hnattvæðing í vörn

Punktar

Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði í fyrra, gaf í ár út gagnrýna bók um markaðs- og hnattvæðingu, Globalization and its Discontents. Hann kemur úr innsta kjarna hennar, því að hann var til skamms tíma aðstoðarbankastjóri og aðalhagfræðingur Alþjóðabankans. Hann telur, að Heimsviðskiptastofnunin, Alþjóðabankinn og einkum þó Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn eigi mikla sök á erfiðleikum ríkja á borð við Rússland og Argentínu, sem fylgdu kollsteypu-stefnu þessara stofnana, en betur hafi farnazt ríkjum á borð við Indland og Kína, sem höfnuðu ráðgjöfinni og fóru sér hægt í markaðs- og hnattvæðingu. Bók Stiglitz hefur magnað andóf gegn markaðs- og hnattvæðingu, sem vafalaust mun leita útrásar á fundum þessara stofnana í Washington um næstu helgi. Grein eftir >Robert Weissman í Washington Post í dag er dæmi um, hvernig heimspólitíska umræðan hefur snúizt markaðs- og hnattvæðingu í óhag.