GUARDIAN segir frá skýrslu World Wildlife Fund um hnignun og hrun lífs í höfum heims. Makrílstofninn hefur til dæmis minnkað um 74%, túnfiskur um annað eins. Ofveiði er ein af orsökunum, en í auknum mæli koma fljótandi plastúrgangur og súrnun hafsins við sögu. Það gildir ekki, að lengi taki sjórinn við. Sameinuðu þjóðarnar hafa bent á ýmislegt, sem hægt er að gera til varna. Vottunarstofur á borð við Marine Stewardship Council skipta máli. Einnig kvótasetning fiskveiða. Þar að auki þarf að hefja átak við hreinsun fljótandi plastúrgangs. En súrnun hafsins er erfiðasta málið. Allt getur þetta orðið fiskveiðiþjóðum örlagaríkt.