Frá Stað í Grunnavík um Staðarheiði austur Höfðaströnd að Dynjandi í Leirufirði.
Alfaraleið um Sveitina, það er byggðina sunnan Jökulfjarða. Á Staðarheiði eru melholt með tjörnum og gróðurlautum. Á eyrinni undir Höfða er Flæðareyri, samkomuhús brottfluttra Grunnvíkinga. Uppi á Höfða er gott útsýni og hringsjá.Förum frá Stað austur um Faxastaði á Staðarheiði eða Höfðastrandarheiði milli Staðarhlíðar og Seljafjalls, mest í 150 metra hæð. Einnig er hægt að fara samsíða leið um Kollsárheiði um hálfum kílómetra norðar. Við förum sunnan Skeiðisvatns og meðfram Hrafnabjörgum að Kollsárgili og síðan á Tíðagötuhjalla, þar sem sést vel yfir Sveit. Við förum niður hjallann og austur á Höfðaströnd að Steinshólum. Síðan áfram austur með ströndinni um sjávarbakka, grundir og mela að Höfða og síðan að Dynjanda í Leirufirði. Milli Höfða og Dynjanda eru tvær leiðir, sú gamla ofan á höfðanum og hin yngri jeppavegur undir klettabelti með sjónum.