Enn ein hamingjuvísitalan hefur birzt og nú er hlutur Íslandi lakari en í sumum hinna fyrri. Ísland er hér í meðallagi. Minnst er hamingjan auðvitað í Bandaríkjunum og Rússlandi og í mestum hluta Afríku, en Suður- og Mið-Ameríka skara fram úr. Það er New Economics Foundation í London, sem hefur búið til vísitöluna með því að blanda saman ýmissi tölfræði, til dæmis um langlífi og gott umhverfi. Íslendingum hefur gengið betur í vísitölum, þar sem þeir lýsa hamingju sinni. Þessi vísitala spyr ekki um slíkt, heldur mælir raunverulegar tölur, sem sýna mun minni hamingju.