Hófleg skuldsetning

Punktar

Ný lög um takmörkun á skuldsetningu sveitarfélaga eru mikilvægt spor í rétta átt. Samkvæmt lögunum mega þau ekki skulda meira en 150% af tekjum. Nokkur þeirra verða að þrengja beltið til að komast undir mörkin innan tíu ára. Sama regla á að gilda um sjálfan ríkissjóð. Skuldsetning opinberra stofnana er ávísun á grát og gnístran tanna, þegar spilaborgin hrynur. Síðast en ekki sízt þarf reglan að gilda um banka, sem eru hættulegustu stofnanir nútíma samfélags. Enginn risi samfélagsins má verða svo skuldsettur, að til umræðu geti komið, að skattgreiðendur borgi tjónið af keðjuverkun í spilaborginni.