Hóflega trúgjörn þjóð
Íslendingar sækja kirkju af sérstöku tilefni, fermingu og jarðarför. Trúin er ekki miðlæg í lífi fólks. Margir trúa á guð sem æðri mátt eða jafnvel eins konar náttúruafl, sem hafi lítil afskipti af sköpunarverki sínu. Aðrir hugsa sér eins konar Albert Guðmundsson, sem stundi reddingar fyrir þá, sem fara með bænirnar. Galdrabrennur urðu aldrei skemmtun hér. Menn hlaupa ekki út á torg til að grýta portkonur og tollheimtumenn. Ofstækissöfnuðir eru fámennir og hafa lítil áhrif síðan Framsókn hvarf. Þeir reka þó sjónvarp, lofa þar Ísrael og sýna bíómyndir af róttækum bandarískum fjárplógsklerkum.